Hinsegin vika stendur yfir

Skóli og frístund

Lifandi bókasafn í Hinsegin viku

Nú stendur yfir Hinsegin vika félagsmiðstöðva Tjarnarinnar. Hún hófst í gær með Lifandi bókasafni og skemmtilegir viðburðir eru framundan.

Gestir lifandi bókasafnsins í ár voru Álfur Birkir Bjarnason formaður Samtakanna 78, María Rut Kristinsdóttir frá Hinseginleikanum og Margrét Pála, velunnari barna og betri heims. Lifandi bókasafn byggist á því að félagsmiðstöðvarnar fá til sín einstaklinga sem tilheyra hinsegin samfélaginu á einhvern hátt og krakkarnir fá tækifæri til að spyrja þau að öllu sem langar að spyrja og dettur í hug.

Gestirnir þrír eiga öll mismunandi sögur og upplifanir sem þau deildu með ungmennunum og óhætt að segja að viðburðurinn hafi heppnast vel.

Mikil eftirvænting ríkir fyrir næstu viðburðum Hinsegin vikunnar en framundan er margt spennandi á dagskrá. Meðal þess sem boðið verður upp á er hinsegin quiz, partý karaoke með Daníel Arnars, drag og lip-sync kvöld auk fleiri hliðarviðburða og fræðslu á samfélagsmiðlum. 

Gleðilega Hinsegin viku!