Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Organic Pancake Mix frá Amisa

Heilbrigðiseftirlit

Innköllun á Amisa Pancake Mix

Heilsa ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Organic Pancake Mix frá Amisa.

Ástæða innköllunar:

Aðskotaefni, svokölluð trópanbeiskjuefni (atrópín og skópalamín), hafa greinst yfir mörkum sem skilgreind eru í reglugerð.  Trópanbeiskjuefni finnast náttúrulega í ákveðnum tegundum plantna.

Hver er hættan?

Matvæli sem innihalda magn trópanbeiskjuefna yfir mörkum eru ekki örugg til neyslu og geta verið heilsuspillandi.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Amisa

Vöruheiti: Organic Pancake Mix

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 30.08.2023

Lotunúmer: 229597

Nettómagn: 2*180 g

Strikamerki: 5032722313743

Framleiðandi: Windmill Organics Ltd.

Framleiðsluland: Þýskaland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.

Dreifing:

Fjarðarkaup, Melabúðin,  Heilsuhúsið Kringlunni, verslanir Samkaupa: Nettó og Kjörbúðin (Siglufirði og Djúpavogi).

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Heilsa ehf. í síma 533 3232 eða í gegnum netfangið heilsa[hja]heilsa.is.