Grunnskólar Reykjavíkur voru allir settir í vikunni fyrir utan Hagaskóla sem hefst næstkomandi mánudag. Yfir fimmtán þúsund nemendur eru þar með mætt aftur til starfa í sína skóla eftir sumarfrí. Umferð gangandi og hjólandi barna hefur því aukist eftir því nærri skólunum og í hverfum borgarinnar sem er mikilvægt að ökumenn hafi í huga.
Stærsti 8. bekkur í Hagaskóla frá aldamótum
Rétt tæplega þrettán hundruð börn hófu nám í 1. bekk. Flest í Hlíðaskóla (65), næst flest í Langholtsskóla (61) og svo í Fossvogsskóla þar sem þau eru 60 talsins.
Mjög stór árgangur hefur nám í 8. bekk Hagaskóla og er hann sá stærsti frá aldamótum, alls 227 börn. Flest koma þau úr Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla.