Fjöldi gesta á félagsmiðstöðvadaginn

Skóli og frístund

Félagsmiðstöðvadagurinn í Laugó

Haldið var upp á félagsmiðstöðvadaginn í félagsmiðstöðvum borgarinnar á dögunum en hann hefur verið haldinn hátíðlegur á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2005. Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að kíkja í heimsókn.

Kepptu við foreldrana í brennó

Dagskráin var fjölbreytt og gleðin alls staðar við völd. Í Vígyn kepptu foreldrar og unglingar í brennó í íþróttasalnum fram á kvöld, Frosti bauð upp á ávaxtabar og spurningakeppni, í Laugó tók sigurvegari söngkeppni Kringlumýrar lagið og hægt var að taka þátt í tónlistargetraun. Auk þess var í öllum félagsmiðstöðvum boðið upp á veitingar og gestum gafst tækifæri til að spreyta sig í billjard, borðtennis, borðspilum og öðrum þeim græjum sem félagsmiðstöðvarnar eiga. Síðast en ekki síst gátu gestir spjallað við starfsfólkið og fengið upplýsingar um það flotta og mikilvæga starf sem fer fram í félagsmiðstöðvunum.

Skóla- og frístundasvið þakkar öllum þeim fjölmörgu gestum sem tóku þátt í þessum skemmtilega degi.

Krakkar í félagsmiðstöð