Fastus, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum eldhúsáhald úr plasti frá Paderno World Cuisine.
Ástæða innköllunar:
Flæði 4,4'-Diaminodiphenylmethane ("arómatísk amín") fer yfir mörk sem sett eru í reglugerð um plast sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli.
Hver er hættan?
Efni sem flæða úr matvælasnertiefnum í meira mæli en leyfilegt geta haft áhrif á öryggi matvæla.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Paderno World Cuisine
Vöruheiti: PA+ plus Flexible Spatula
Strikamerki: 8014808715020
Framleiðsluland: Kína
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Fastus, Síðumúla 16, 108 Reykjavík.
Dreifing:
Verslun Fastus, Síðumúla 16, ýmis stóreldhús.
Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig er hægt að skila henni til Fastus gegn endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Fastus í síma 580 3900 eða í gegnum netfangið fastus@fastus.is.