Fastus stöðvar sölu og innkallar eldhúsáhald úr plasti

Heilbrigðiseftirlit

Eldhúsáhald úr plasti

Fastus, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum eldhúsáhald úr plasti frá Paderno World Cuisine.

Ástæða innköllunar:

Flæði 4,4'-Diaminodiphenylmethane ("arómatísk amín") fer yfir mörk sem sett eru í reglugerð um plast sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli.

Hver er hættan?

Efni sem flæða úr matvælasnertiefnum í meira mæli en leyfilegt geta haft áhrif á öryggi matvæla.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Paderno World Cuisine

Vöruheiti: PA+ plus Flexible Spatula

Strikamerki: 8014808715020

Framleiðsluland: Kína

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Fastus, Síðumúla 16, 108 Reykjavík.

Dreifing:

Verslun Fastus, Síðumúla 16, ýmis stóreldhús.

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig er hægt að skila henni til Fastus gegn endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Fastus í síma 580 3900 eða í gegnum netfangið fastus@fastus.is.