Börnin í stoðdeild Birtu nutu sín í Heiðmörk

Skóli og frístund

Stoðdeild Birtu í Heiðmörk í boði Miðstöðvar útivistar og útináms.

Börnin í stoðdeild Birtu nutu vorhátíðar sem haldin var í vikunni, í Furulundi í Heiðmörk, í boði Miðstöðvar útvistar og útináms. Aldrei hafa fleiri verið í stoðdeildinni eða 35 börn sem virkilega nutu sín í útileikjum og útiveru á vorhátíðinni sem haldin var þriðja árið í röð.

Grilluðu brauð og skemmtu sér

Grilluð voru brauð á greinum, búnar til hálsfestar úr tré, klifrað í trjám og öll aðstaða á þessu skemmtilega útisvæði nýtt til fullnustu. Gleðin skein úr hverju andliti og sagði starfsfólkið að þó öll börn hafa gaman á uppbroti á námi kunni börnin í Birtu virkilega að meta þegar svona er gert fyrir þau en Birta er skólaúrræði fyrir börn á aldrinum 8 til 16 ára sem eru í leit að alþjóðlegri vernd.

Birta góður undirbúningur fyrir grunnskólagöngu

„Ég hef heyrt það frá kennurum að það muni oft miklu á þeim sem koma úr stoðdeild Birtu inn í bekki grunnskóla og þeim sem koma beint inn í skólana,“ segir Hulda Ingibjörg Ragnarsdóttir, deildarstjóri stoðdeildar Birtu. Börnin í Birtu fái ákveðin undirbúning sem börn sem ekki eru flótta fái ekki. Undirbúningurinn geri það að verkum að þau kunna orðið svolitla íslensku, séu komin með ákveðinn skilning á skólakerfinu og til hvers sé ætlast af þeim. Auðvitað komi þau samt úr misjöfnum aðstæðum og eigi misgott með að fóta sig.