Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í dag samúðarbréf til Andriy Sadovyi, borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Lviv, vegna eldflaugarárásar Rússa á íbúðablokk í borginni. Að minnsta kosti fimm létu lífið í árásinni og tugir særðust.
Dagur sendi Sadovyi borgarstjóra einnig persónulegt bréf þar sem hann harmar árásina á borgina, en borgarstjórarnir tveir innsigluðu vinasamband borganna með samstarfssamningi í Lviv í maí síðastliðnum.