Þann 19. apríl 2023 verða 100 ár liðin síðan Reykvíkingar eignuðust sitt eigið bókasafn. Upphaflega var það nefnt Alþýðubókasafn, síðar Bæjarbókasafn Reykjavíkur og loks Borgarbókasafn Reykjavíkur. 100 ára afmælinu verður fagnað með pomp og prakt helgina 15. og 16. apríl á sjö bókasöfnum í hverfum borgarinnar og öll eru hjartanlega velkomin!
Safnið er ein elsta menningarstofnun höfuðborgarinnar og tilefni til að rifja upp góðar minningar og horfa fram á veginn. Tímamótunum er fagnað með menningarmiðlun á ýmsu formi út árið en afmælishelgin sjálf verður stútfull af skemmtilegum uppákomum, söfnin í sannkölluðum hátíðarbúningi og kaffi og afmæliskaka í boði.
Í Gerðubergi verður til dæmis boðið upp á skiptimarkað, í Sólheimum verður skemmtilegur ratleikur um söguslóð og í Spönginni verður til að mynda föndursmiðja með japönsk vorblóm. Á sunnudaginn verður svo glæsileg afmælisdagskrá á nýjasta safni Borgarbókasafnsins, í Úlfarsárdal, þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt starfsfólki safnsins og íbúum hverfisins tekur á móti forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni og munu þeir taka virkan þátt í fjölbreyttri dagskrá.
Verið öll velkomin að fagna með okkur!
Hér má kynna sér afmælisdagskrá á öllum sjö söfnum Borgarbókasafnsins: