Andarungar á Tjörninni - ekki gefa brauð
Nú fara andarungarnir að birtast á Tjörninni og er fólk vinsamlegast beðið um að gefa öndunum ekki brauð.
Með auknum fjölda sílamáva við Tjörnina aukast líkurnar á að nýklaktir andarungar verði þeim að bráð. Endur hafa nóga fæðu á Tjörninni yfir sumartímann fyrir sig og ungana sína og því er ekki þörf á að fóðra þær. Mikið magn brauðs getur aukið lífræna mengun í Tjörninni ekki síst vegna þess að fjöldi fugla margfaldast þegar sílamávarnir mæta á Tjörnina. Drit úr fuglunum sem og brauðið sjálft stuðlar að lífrænni mengun.
Ekki er ráðlegt að gefa brauð yfir sumartímann, frá 15. maí til 15. ágúst.
Yfir haust og vetrarmánuði er óhætt að gefa fuglunum við Tjörnina og sérstaklega þegar kaldast er í veðri yfir háveturinn er slík aðstoð vel þegin enda getur fæðuframboð fyrir endur verið lítið á þeim árstíma.
Takk fyrir!