Styrkir fyrir myndríka miðlun um sögu Reykjavíkur

Mannlíf Menning og listir

Maí 1966, Melabúðin við Hagamel í Reykjavík, Hofsvallagata og Hagamelur. Ljósmynd Jóhann Vilberg Árnason (1942-1970)

Auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir myndríka miðlun um sögu Reykjavíkur. Umsóknarfrestur er til hádegis mánudaginn 2. maí 2022.

Rithöfundar, útgefendur og aðrir sem hyggja á myndríka miðlun á árinu 2022 eða í ársbyrjun 2023 um efni sem tengist sögu Reykjavíkur geta sótt um styrkinn. Styrkurinn er í formi inneignar til kaupa á ljósmyndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, að hluta eða heild.

Tilgangur styrkveitinganna er að hlúa að varðveislu menningararfleifðar Reykjavíkur og hvetja til miðlunar á sögu hennar. Hópur skipaður þremur sérfræðingum á menningar- og ferðamálasviði fer yfir umsóknir og gerir tillögu til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar um val á umsækjendum.

Í umsókn um styrk til myndríkrar miðlunar þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu. Einnig skal fylgja verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra kaupa á ljósmyndum sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins. Sótt er um styrkinn á Mínum síðum Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar um styrkina hér.