Netkönnun um hverfisskipulag í Laugardal

Hverfisskipulag

Teikning af Laugardal.

Samráð og þátttaka íbúa er afar mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag. Nú stendur yfir netkönnun um hvernig hægt sé að gera Laugardalinn og hverfin í kringum hann enn betri. Íbúar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum.

Hjálpið okkur við að vinna gott hverfisskipulag fyrir ykkar hverfi. Þið vitið best hvað vantar og getið hjálpað okkur að svara spurningum á borð við:

  • Hvernig og hvar þarf að bæta samgöngur til að gera þær öruggari og betri fyrir akandi, hjólandi og fótgangandi?
  • Hvar á að leggja borgargötur og byggja upp hverfistorg?
  • Hvernig bæta má verslun og þjónustu og byggja upp atvinnutækifæri innan hverfanna?
  • Hvar best er að bæta og styrkja aðstöðu til útivistar, leikja og íþrótta?
  • Hvar má byggja nýjar íbúðir sem mikill skortur er á í borginni um þessar mundir?

Netkönnunin verður opin í tvær vikur. Niðurstöður úr henni ásamt hugmyndum frá börnum verða notaðar til þess að þróa vinnutillögur hverfisskipulags fyrir Laugardalinn sem verða kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í haust. Þetta verður gert með sérstakri sýningu og kynningarsíðu þar sem leitað verður álits íbúa enn á ný.