Metnaðarfullar aðgerðir eða innantóm orð?

Mannlíf Menning og listir

Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal

Menningarstefna Reykjavíkur verður til umfjöllunar á áhugaverðu málþingi sem Háskólinn á Bifröst og Reykjavíkurborg standa sameiginlega að

Yfirskrift málþingsins er: Metnaðarfullar aðgerðir eða innantóm orð?

Málþingið fer fram á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal fimmtudaginn 24. mars nk. klukkan 14:00. Jafnframt verður streymt frá málþinginu, einnig má nálgast streymið á FB-síðu Borgarbókasafnsins.

Dagskrá:

Dr. Njörður Sigurjónsson, prófessor og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst 

Af þátttöku, aðgengi, inngildingu og fjölbreytni. Leitin að sælubletti menningarstjórnmálanna

Signý Leifsdóttir, verkefnastjóri stefnumótunar og innleiðingar hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar

Er hægt að halda í hugsjónir í endalausum málamiðlunum?

Erling Jóhannesson, forseti bandalags íslenskra listamanna 

Um lausagöngu listamanna í borgarlandinu

Elsa Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson, listamenn og stofnendur sköpunarmiðstöðvarinnar Fúsk í Gufunesi

Hverfi skapandi greina í Gufunesi

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal leiðir pallborðsumræður.

Öll velkomin