Leikskólabörn framkölluðu jarðskjálfta í Hörpu

Skóli og frístund

Leikskólabörn í á sumartónleikum Sinfó.

Leikskólabörn úr Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum nutu sumartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í dag. Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu Sævar var leiðangursstjóri í mögnuðu ferðalagi þar sem töfrar jarðar og óravíddir geimsins spegluðust í stórbrotunum og litríkum tónverkum.

Móttækilegasti hlustendahópurinn

Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir leikskólakennara öflugan hóp og ávallt sé uppbókað á alla leikskólatónleika sem boðið er upp á. „Þetta er móttækilegasti hlustendahópurinn,“ segir Hjördís og ítrekar mikilvægi þess að byrja snemma að fræða börnin um umhverfið og jörðina.

Börnin sátu heilluð undir frásögn Sævars sem fjallaði um jörðina, meðal annars það sem gerðist þegar risaeðlurnar dóu út. Þegar loftsteinn á stærð við 20 Esjur lenti á jörðinni og þyrlaði upp svo miklu ryki að það skyggði á sólina í fjölda ára. Í kjölfar frásagnarinnar var spilað lag úr Jurassic Park og þannig hélt leiðsögnin áfram um allskyns undur veraldar. Salur tók þátt virkan þátt í samtalinu og framkölluðu börnin jarðskjálfta með því að hoppa öll í einu. Óróinn sem hoppin ollu kom fram á jarðskjálftamæli sem var beintengdur við skjá sem sýndi árangurinn greinilega.