Innkalla Sancerre Domaine Franck Millet 2021

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

Sancerre Domaine Franck Millet 2021

 

Coca Cola Europacific Partners, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum vínið  Sancerre Domaine Franck Millet 2021.

Ástæða innköllunar:

Aðskotahlutur (áttfætla) fannst í vörunni.

Hver er hættan?

Vínið er ekki hæft til neyslu þar sem aðskotahlutir geta verið í því.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Domaine Franck Millet

Vöruheiti: Sancerre

Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking 

Lotunúmer: L4021

Nettómagn: 750 ml

Framleiðandi: Franck Millet

Framleiðsluland: Frakkland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Coca Cola Europacific Partners, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík

Dreifing:

Vínbúðir ÁTVR og Heimkaup

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt. 

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar um innköllunina má fá í gegnum tölvupóst á info[hja]ccep.is.