Coca Cola Europacific Partners, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum vínið Sancerre Domaine Franck Millet 2021.
Ástæða innköllunar:
Aðskotahlutur (áttfætla) fannst í vörunni.
Hver er hættan?
Vínið er ekki hæft til neyslu þar sem aðskotahlutir geta verið í því.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Domaine Franck Millet
Vöruheiti: Sancerre
Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking
Lotunúmer: L4021
Nettómagn: 750 ml
Framleiðandi: Franck Millet
Framleiðsluland: Frakkland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Coca Cola Europacific Partners, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
Dreifing:
Vínbúðir ÁTVR og Heimkaup
Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar um innköllunina má fá í gegnum tölvupóst á info[hja]ccep.is.