Innkalla rjómasveppasósu

Ferna af Rjómasveppasósu

Aðföng hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Rjómasveppasósu frá Íslandssósum vegna aðskotahlutar sem fannst í fernu en aðskotahlutir í matvælum geta gert þau óhæf og ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Íslandssósur
  • Vöruheiti: Rjómasveppasósa
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 16.10.2022
  • Nettómagn: 500 ml
  • Strikamerki: 5690350194617
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Framleiðandi: MS Akureyri
  • Framleiðsluland: Ísland

það er Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík, sem innkalla vöruna en um dreifingu sjá allar verslanir Bónus og Hagkaups, auk Hlíðarkaups á Sauðárkróki.  .

Neytendum sem keypt hafa Rjómasveppasósu frá Íslandssósum með framangreindri dagsetningu er bent á að þeir geta skilað henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til Mjólkursamsölunnar.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn gæðadeildar Mjólkursamsölunnar í síma 450 1100 eða 858 2222. Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri í gegnum netföngin abendingar@ms.is eða upplysingar@adfong.is.