Hjólatalning á stíg hjá Geirsnefi austan Elliðaáa

Hjólaborgin

Hjólateljari á stíg við Geirsnef.

Reykjavíkurborg telur umferð hjólandi fólks á mörgum stöðum í borginni en verið var að setja upp færanlegan hjólateljara á blönduðum göngu- og hjólastíg sem liggur meðfram Sævarhöfða. Teljarinn verður í gangi í tvær til þrjár vikur.

Athygli hjólafólks er vakin á því að notaðar eru tvær gúmmislöngur við talninguna. Slöngurnar liggja þvert yfir stíginn og þétt upp við hann og á því að vera hættulaust að hjóla yfir slöngurnar.

Áður hefur komið fyrir að vegfarendur hafi hreyft til talningaslöngur þannig að ekki hefur verið hægt að safna gögnum um ferðir hjólreiðafólks.

Meðfylgjandi er mynd af talningarbúnaðinum og staðsetningu hans.