Fyrsta skólfustungan að nýjum íbúðum fyrir unga fólkið í borginni
Framkvæmdir Hverfisskipulag
Hverfið Gufunes reisir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar byggingafélagins Hverfið Gufunes ehf tóku í dag skóflustungu að nýju íbúðarhúsnæði við Jöfursbás 9 í Gufunesi. Framkvæmdirnar marka upphafið að byggingu á 62 nýjum vistvænum íbúðum í Gufunesi. Á svæðinu verða þrjú fjölbýlishús á þremur hæðum og á miðju landinu verður útvistar- og leiksvæði fyrir börnin.
Í fyrsta áfanga verða byggðar 14 íbúðir og næstu tveimur áföngum verða byggðar 48 íbúðir. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði afhentar í árslok 2022 og verkefnið taki 3 ár í heild.
Haft er eftir Hilmari S Sigurðssyni , framkvæmdastjóra Hverfið Gufunes ehf. að hér er um að ræða hagkvæmt og vandað húsnæði fyrir fyrstu kaupendur á íbúðamarkaði. „Gufunesið býður upp á mikla nálægð við nátturuna og sjóinn, ásamt því að vera í tengslum við skapandi iðnað, frumkvöðlastarfsemi og menningu“.
Hverfið Gufunes ehf. er félag sem stofnað var utan um verkefnið. Byggingarverktakinn Hoffell ehf mun annast allar framkvæmdir við byggingarnar og verða húsin byggð úr einingum að skandinavískri fyrirmynd, en Hoffell er í samstarfi við öflugan framleiðanda byggingarkerfa á norðurlöndum. Teiknistofa Arkitekta hannar verkefnið ásamt verkfræðistofunni Eflu.
Vefsíða https://www.hverfidgufunes.is
Facebook https://www.facebook.com/hverfidgufunes