Viðurkenning fyrir meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum - umsóknir óskast
Skóli og frístund
Nemendur sem luku meistaraprófi í vor í kennslu- og tómstundafræðum og unnu lokaverkefni á vettvangi skóla- og frístundastarfs í borginni geta sótt um viðurkenningu fyrir rannsókn sína.
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest um viðurkenningu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum til 20. júní 2021. Verkefnin þurfa að vera unnin á vettvangi skóla- og frístundastarfs í borginni og hafa hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegu og óformlegu námi barna og unglinga. Verðlaun fyrir hvert verkefni sem fær viðurkenningu eru 250 þúsund krónur og eingöngu fyrir meistaraverkefni sem lokið var eða skilað inn á tímabilinu 1. júní til 31. maí á undangengnu námsári.
Sjá umsóknareyðublað og nánari upplýsingar.
Umsóknir skal senda á sfs@reykjavik.is fyrir 20. júní