Viðhorfskönnun sýnir ánægju meðal  starfsfólks borgarinnar

Atvinnumál

""

Í nýrri viðhorfskönnun, sem gerð var í mars, kemur fram að 89% aðspurðs starfsfólks borgarinnar eru ánægt í starfi.

Niðurstöðurnar sýna einnig að 92% starfsfólks er stolt af starfi sínu, 96% er tilbúið að leggja mikið á sig í vinnunni þegar þörf krefur og 87% ber traust til yfirmanns síns. Starfsfólk upplifir meiri sveigjanleika í störfum heldur en áður en 85,6% segjast hafa sveigjanleika til að samræma starf og einkalíf.

Niðurstöður sýna að á heildina litið upplifir starfsfólk Reykjavíkurborg sem góðan og menntaðarfullan vinnustað þar sem hæfni þess er vel nýtt og starfsandi er góður.

Borgin mælir reglulega viðhorf starfsfólks til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta.  Ofangreind viðhorfskönnun var lögð fyrir dagana 1. mars - 25. mars sl., og náði hún til 9452 starfsmanna og var svarhlutfallið 61% og eru niðurstöður könnunarinnar á heildina mjög jákvæðar.

Starfsstöðum borgarinnar verða kynntar niðurstöðurnar þar sem farið verður yfir niðurstöður fyrir hvern starfsstað.

Að sögn Lóu Birnu Birgisdóttur, sviðsstjóra á mannauðs- og starfsumhverfissviði, eru sóknarfæri til að nýta niðurstöður til skapa enn betra starfsumhverfi og til að gera Reykjavíkurborg að vinnustað með aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur í þágu borgarbúa.

Nánar um niðurstöður