Búið var að ráða í 98,9% stöðugildi í 36 grunnskólum borgarinnar þann 9. september. Í 63 leikskólum var búið að ráða í 95,2% stöðugilda og í frístundastarfinu 86,7% stöðugilda.
Í leikskólunum á eftir að ráða í 66,5 stöðugildi miðað við grunnstöðugildi á deildum, sérkennslu og stjórnun.
Í grunnskólum á eftir að ráða í 24,7 stöðugildi og er sú staða svipuð og undanfarin ár.
Í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum er búið að ráða í 86,7% stöðugilda miðað við fulla mönnun, en óráðið er í 35,9 stöðugildi.
Öll frístundaheimili hafa vistað börn í 1. bekk, 97% þeirra hafa vistað börn í 2. bekk, 61% í 3. bekk og 43% í 4.bekk. Alls hafa 70% frístundaheimila náð að vista öll börn.
Þar sem ekki hefur verið ráðið í allar stöður gæti þurft að breyta þjónustu frá degi til dags, en vel gengur að ráða og er kappkostað að manna allar lausar stöður eins fljótt og unnt er.