Tafir á sorphirðu verða í hluta af Rima- og Víkurhverfi og póstnúmeri 108 austan Réttarholtsvegar. Mikil veikindi hafa verið hjá starfsfólki sorphirðu Reykjavíkurborgar. Allt kapp hefur verið lagt á að halda uppi þjónustu við íbúa og hefur starfsfólk hirðunnar unnið lengri vinnudaga milli jóla og nýjárs.
Tafir eru á hirðunni og hefur tæming á bláum tunnum undir pappír í hluta af Rima- og Víkurhverfi af þeim sökum verið færð fram á mánudag 3. janúar. Á gamlársdag verður unnið að tæmingu á gráum tunnum og spartunnum undir blandaðan úrgang í hverfi 108 austan Réttarholtsvegar. Náist ekki að tæma allar tunnur færist hirðan fram til 3. janúar.
Ekki yfirfylla tunnur og skapið gott aðgengi
Íbúar eru beðnir um að yfirfylla ekki sorpílát eða setja úrgang fyrir framan þau. Jafnframt að huga að flokkun og nýta plássið í ílátunum vel.
Allur úrgangur þarf að rúmast fyrir í tunnum, svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum.
Huga þarf að góðu aðgengi að tunnum á losunardegi svo tryggt sé að losun geti átt sér stað. Ófullnægjandi aðgengi getur leitt til þess að sorp verði ekki hirt.
Nýta grenndarstöðvar fyrir endurvinnsluefni
Íbúum er bent á hægt er að nýta sér grenndarstöðvar til að losna við endurvinnsluefni (pappír, plast og gler). Staðsetningu þeirra má finna í rafrænu sorphirðudagatali eða á vef Sorpu.
Tæming á bláum tunnum undir pappírsefni í neðangreindum götum færist til 3. janúar:
- Viðarrimi
- Stararimi
- Smárarimi
- Sóleyjarrimi (einbýli, raðhús) – tunnur voru tæmdar í fjölbýlishúsum nr. 1-23
- Ljósavík
- Gautavík
- Hamravík (einbýli og raðhús) – tunnur voru tæmdar í fjölbýlishúsum nr 16-40
Á gamlársdag 31. des verður unnið við tæmingu á gráum tunnum og spartunnum í neðangreindum götum. Þar sem ekki næst að ljúka tæmingu færist hirðan til 3. janúar:
- Gerði og Endar austan Réttarholtsvegar
- Tunguvegur
- Sogavegur (milli Réttarholtsvegar og Bústaðavegar)