Tölfræði um velferðarþjónustu gerð aðgengilegri

Velferð

""

Á nýju mælaborði velferðarþjónustu má skoða helstu tölur um þjónustu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Markmið með mælaborðinu er að auðvelda starfsfólki Reykjavíkurborgar og öðru áhugasömu fólki að fylgjast með stöðu og þróun velferðarmála. 

Mælaborðið fellur undir stafræna vegferð velferðarsviðs og er markmiðið að gera tölfræðina aðgengilegri og notendavænni fyrir alla sem vilja nýta sér tölfræðileg gögn. Áherslan er á myndræna framsetningu og hægt er með einföldum hætti að hlaða niður efni af vefnum í formi mynda, Excel eða CSV.

Mælaborðið er afrakstur góðrar samvinnu milli velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar. Ráðgert er frekara samstarf til að þróa vefinn áfram og gera enn fleiri gögn aðgengileg á honum. 

Smelltu hér til að nálgast mælaborðið. Undir flipanum „leiðbeiningar“ má finna aðgengileg rmyndbönd um notkun þess.

„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og þörf meðal starfsfólks fyrir að nálgast tölfræðiupplýsingar á aðgengilegan hátt. Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist og vonum að mælaborðið nýtist sem flestum,“ segir Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri í teymi árangurs- og gæðamats á velferðarsviði.  

„Meginmarkmið gagnaþjónstu á þjónustu- og nýsköpunarsviði er að styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku innan borgarinnar og skapa virði úr gögnum fyrir hagaðila. Því erum við ótrúlega ánægð með afurðina og sérstaklega ánægð með samvinnuna milli þjónustu- og nýsköpunarsviðs og velferðasviðs í þessu verkefni. Að okkar mati kjarnar verkefnið og samvinnan algjörlega tilgang gagnadrifins rekstur og hvernig á að skapa virði úr gögnum,“ Segir Óli Páll Geirsson, gagnastjóri.

Tölfræðivefurinn VELSTAT verður áfram opinn og uppfærður reglulega, en þar má nálgast enn dýpri og umfangsmeirigögn um þjónustu sviðsins.