Kynning á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts verður opnuð í Mjódd laugardaginn 19. júní klukkan 14. Er kynningin lokahnykkurinn í ítarlegasta kynningar- og samþykktarferli sem ráðist hefur verið í vegna borgarskipulags á Íslandi. Upprunalegu vinnutilhögunar hafa tekið ýmsum breytingum eftir ábendingar íbúa Breiðholts.
Ýmsum aðferðum var beitt til að fá fram sjónarmið sem flestra íbúa. Meðal annars voru nemendur í 6. bekk allra hverfisskóla í Breiðholti fengnir til að smíða módel af sínu hverfi og tóku fleiri hundruð börn þátt í þessari vinnu sem nefnd er Skapandi samráð. Þessi módel voru notuð á opnum íbúafundum í Breiðholti til að ræða stöðuna. Á íbúafundunum voru kynntar drög að tillögum um hverfið þeirra og íbúum gefinn kostur á að koma með eigin hugmyndir.
Saman mynduðu hugmyndir íbúa ásamt tillögum skipulagssérfræðinga drög að framtíðarsýn sem var rædd í sérstökum rýnihópafundum sem Gallup hélt utan um. Til rýnifundanna var boðað með slembiúrtaki íbúa Breiðholts sem tryggði jafna dreifingu þátttakenda eftir aldri og kyni. Niðurstöður rýnihópa voru síðan notaðar til að móta vinnutillögur að nýju hverfisskipulagi.
Tenglar
Helstu skipulagsverkefni í Reykjavík