Hægt er að sækja um margvísleg störf sem snerta daglegt líf borgarbúa með ýmsum hætti með það að leiðarljósi að gera Reykjavíkurborg að lifandi og fallegri borg sem veitir borgarbúum á öllum aldri þjónustu.
Stefna Reykjavíkurborgar er að vera einn vinnustaður í öllum sínum fjölbreytileika og hafa aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk sem vinnur í þágu borgarbúa.
Sumarstörfin eru fyrir 17 ára og eldri en misjafnt getur verið eftir störfum hvaða aldurstakmark á við. Almennt þurfa umsækjendur að hafa náð 20 ára aldri til þess að fá störf sem leiðbeinendur á sumarnámskeiðum eða við öryggisstörf. Hjá Vinnuskóla Reykjavíkur er lágmarksaldur leiðbeinenda 22 ár en aðstoðarleiðbeinenda 20 ár.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Kynntu þér störfin sem eru í boði á starfasíðu Reykjavíkurborgar.
Umsóknarfrestur er til og með 4. mars nk. en byrjað verður að vinna með umsóknir eftir að umsóknarfresti lýkur.