Styrkþegar Miðborgarsjóðs glæða skammdegið lífi

Menning og listir

""

Úthlutanir úr Miðborgarsjóði að þessu sinni eru tíu milljónir króna til 18 verkefna. Lifandi tónlist, hjólreiðar og myndlist er meðal þess sem styrkt er og lögð er áhersla á að glæða skammdegið lífi. Dagskráin dreifist meira og verður á Granda auk miðborgarinnar.

Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins voru 20 m.kr. í Miðborgarsjóði en 10 m.kr. fóru til úthlutunar í viðburðapott Sumarborgarinnar og var úthlutað úr honum í júní síðastliðinn. Áherslur ársins 2021 eru verslun og þjónusta ásamt markaðsmálum og var horft til verkefna og viðburða með grænar áherslur.

Umsóknir voru yfirfarnar af fulltrúum frá menningar- og ferðamálasviði og umhverfis- og skipulagssviði. Við mat á umsóknum var horft til þess að forgangsraða umsóknum sem uppfylla skilyrði, markmið og áherslur Miðborgarsjóðs. Við mat á umsóknum var horft til mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.

Miðborgarsjóður hefur verið starfræktur frá árinu 2017 og er þetta því í fimmta skipti sem úthlutað er úr honum. Fyrstu þrjú árin voru að jafnaði 11 til 16 verkefni styrkt ár hvert en í fyrra voru 32 verkefni sem hlutu styrk og í ár verða þau 18 eins og áður segir.

Styrkþegar eru;

  • Farandtónleikar á WindWorks tónlistarhátíðinni 100.000
  • Tónleikadagskrá í 12 Tónum 150.000
  • Fjölómatónlistarhátíð - Surround music festival 200.000
  • Á Laugavegi - Hver er miðborgin okkar? 240.000
  • Laugardagshjólreiðar frá Hlemmi í allan vetur og samvinna við Borgarbókasafnið um Hjólabókina 250.000
  • Milli jóla og páska 300.000
  • JólaGrandinn 300.000
  • Ungir listamenn á aðventu 300.000
  • Aðventutónleikar í verslunum okkar 360.000
  • Lifandi tónlist í Petersen svítunni 400.000
  • The Creative Space of Jóhann Jóhannsson – Opin vinnustofa 500.000
  • Hringekjan Live Sessions 600.000
  • Óperudagar 101 600.000
  • MENGI LIFI REYKJAVÍK - fyrirlestraröð í MENGI 600.000
  • Myndlistarsýningar í tónlistarhúsinu Hörpu 800.000
  • Fjölbreytt dagskrá á Granda 800.000
  • Menningarstarf Skuggabaldurs 1.500.000
  • Tónleikarýmið R6013 býður upp á fjölbreytta viðburðadagskrá fyrir alla aldurshópa 2.000.000