Úthlutanir úr Miðborgarsjóði að þessu sinni eru tíu milljónir króna til 18 verkefna. Lifandi tónlist, hjólreiðar og myndlist er meðal þess sem styrkt er og lögð er áhersla á að glæða skammdegið lífi. Dagskráin dreifist meira og verður á Granda auk miðborgarinnar.
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins voru 20 m.kr. í Miðborgarsjóði en 10 m.kr. fóru til úthlutunar í viðburðapott Sumarborgarinnar og var úthlutað úr honum í júní síðastliðinn. Áherslur ársins 2021 eru verslun og þjónusta ásamt markaðsmálum og var horft til verkefna og viðburða með grænar áherslur.
Umsóknir voru yfirfarnar af fulltrúum frá menningar- og ferðamálasviði og umhverfis- og skipulagssviði. Við mat á umsóknum var horft til þess að forgangsraða umsóknum sem uppfylla skilyrði, markmið og áherslur Miðborgarsjóðs. Við mat á umsóknum var horft til mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.
Miðborgarsjóður hefur verið starfræktur frá árinu 2017 og er þetta því í fimmta skipti sem úthlutað er úr honum. Fyrstu þrjú árin voru að jafnaði 11 til 16 verkefni styrkt ár hvert en í fyrra voru 32 verkefni sem hlutu styrk og í ár verða þau 18 eins og áður segir.
Styrkþegar eru;
- Farandtónleikar á WindWorks tónlistarhátíðinni 100.000
- Tónleikadagskrá í 12 Tónum 150.000
- Fjölómatónlistarhátíð - Surround music festival 200.000
- Á Laugavegi - Hver er miðborgin okkar? 240.000
- Laugardagshjólreiðar frá Hlemmi í allan vetur og samvinna við Borgarbókasafnið um Hjólabókina 250.000
- Milli jóla og páska 300.000
- JólaGrandinn 300.000
- Ungir listamenn á aðventu 300.000
- Aðventutónleikar í verslunum okkar 360.000
- Lifandi tónlist í Petersen svítunni 400.000
- The Creative Space of Jóhann Jóhannsson – Opin vinnustofa 500.000
- Hringekjan Live Sessions 600.000
- Óperudagar 101 600.000
- MENGI LIFI REYKJAVÍK - fyrirlestraröð í MENGI 600.000
- Myndlistarsýningar í tónlistarhúsinu Hörpu 800.000
- Fjölbreytt dagskrá á Granda 800.000
- Menningarstarf Skuggabaldurs 1.500.000
- Tónleikarýmið R6013 býður upp á fjölbreytta viðburðadagskrá fyrir alla aldurshópa 2.000.000