Á annan tug stjórnenda borgarinnar eru meðal þeirra sem tilnefnd eru til stjórnendaverðlauna Stjórnvísi í ár.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn Stjórnvísi til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Verðlaunin eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Það eru félagar í Stjórnvísi sem tilnefna stjórnendur út frá ákveðnum viðmiðum sem sett eru hverju sinni.
Tilnefndir stjórnendur borgarinnar eru;
- Arne Friðrik Karlsson, forstöðumaður skrifstofu um málefni fatlaðs fólks á velferðasviði Reykjavíkurborgar
- Barbara Guðnadóttir, safnstjóri Borgarbókasafnsins í Grófinni
- Guðríður Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri Borgarbókasafns Reykjavíkur
- Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, deildarstjóri upplýsinga-og skjala hjá Reykjavíkurborg
- Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, framkvæmdastjóri Keðjunnar hjá Reykjavíkurborg
- Harpa Brynjarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Álftaborgar
- Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Reykjavíkurborgar
- Herdís Borg Pétursdóttir, stjórnandi hjá Gylfaflöt dagþjónustu
- Jónas Skúlason deildarstjóri FÁST, fjármála og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða hjúkrunarheimilis
- Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts hjá Reykjavíkurborg
- Ragna Ragnarsdóttir, forstöðukona, Byggðarenda 6
- Sigurlaug Svava Hauksdóttir, teymisstjóri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Borgin er stolt að því að eiga svo marga stjórnendur sem tilnefndir eru í ár og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með tilnefningarnar.