Sprotastyrkir til níu skóla í borginni

Skóli og frístund

""

Níu leik- og grunnskólar borgarinnar hlutu styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021-2022 en alls fengu 42 verkefni í leik- grunn- og framhalsskólum styrki úr sjóðnum fyrir rúmlega 54 milljónir króna.

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá. Að þessu sinni var áhersla lögð á styrki sem tengdust lærdómssamfélagi og drengjum og lestri.

Leikskólinn Rauðhóll í Norðlingaholti fékk styrk að upphæð 800.000 kr. til verkefnisins Leikur að læsi í gegnum einingakubba.

Árbæjarskóli hlaut tvo styrki; eina milljón króna til verkefnisins Unglingar; tengslamyndun, námsaðstoð utan kennslu og óformleg ráðgjöf. Og 1.600.000 kr. til verkefnisins Lagasmíðar textagerð og læsi.

Breiðholtsskóli og frístundaheimilið Bakkasel fengu eina milljón til verkefnisins Læsi - á vit ævintýranna

Engjaskóli fékk 1.200.000 kr.  til verkefnisins Lestur og hreyfing

Laugalækjarskóli fékk styrk upp 1.200.000 kr. til verkefnisins Þróun og prufukeyrsla verkefna um umhverfismennt og menntun til sjálfbærni .

Verkefnið Drengir í lausnaleit í Norðlingaskóla fékk 1.600.000 kr. styrk

Borgaskóli fékk fyrir verkefið Námsmenning í Borgarskóla styrk upp að 950.000 kr.

Vogaskóli fékk 600.000 kr til verkefnisins Lesið í framtíðina sem unnið er í samstarfi við Geðhjálp og  

Ölduselsskóli fékk 800.000 kr. styrk  til verkefnisins Fræðaveggur, fréttir og gæluverkefni.

Til hamingju öll !