Í sumar bjóða frístundamiðstöðvarnar í Reykjavík upp á fjölbreyttar og spennandi sumarsmiðjum fyrir börn sem eru að ljúka 5. – 7. bekk en skráning hefst þriðjudaginn 11. maí kl. 10:00.
Allar nánari upplýsingar um sumarstarf fyrir þennan aldurshóp á frístundavefnum www.fristund.is en skráning fer fram á vefnum http://sumar.fristund.is.
Innskráning er á island.is þar sem hægt er að nota Íslykil eða rafræn skilríki í síma. Ef foreldrar eru af erlendum uppruna og eiga lögheimili í Reykjavík (annað foreldri eða báðir) og barnið hefur búið á Íslandi skemur en tvö ár, eru þrjár vikur án endurgjalds í sumarsmiðjunum gegn umsókn þar um. Sótt er um skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðar. Þessi afsláttur gildir ekki fyrir börn sem eru með lögheimili erlendis og koma tímabundið hingað til lands yfir sumarmánuðina.
Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir fengið aðstoð við skráningu í frístundamiðstöðvum borgarinnar (helst fyrir hádegi). Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf Reykjavíkurborgar í gegnum síma en hægt er að fá leiðbeiningar símleiðis hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar í síma 411-1111 ef foreldrar eru við nettengda tölvu.
Foreldrar athugið
Vegna Covid-19 faraldursins geta orðið breytingar á sumartilboðum borgarinnar í samræmi við ráðleggingar almannavarna og sóttvarnarlæknis hverju sinni. Ef til breytinga kemur verða foreldrar upplýstir við fyrsta tækifæri.