Skólastarf að hefjast

Skóli og frístund

Children playing pogo on the grounds of Austurbæjarskóli.

Mánudaginn 23. ágúst verða grunnskólar borgarinnar settir.

Reykvískum grunnskólanemendum hefur fjölgað ár frá ári og setjast nú um 15.500 börn og unglingar á skólabekk eftir sumarleyfi. Nýir grunnskólanemendur, þeir sem setjast í 1. bekk, eru um 1.500. Nánari tímasetningar um skólasetningu og mætingu einstakra árganga í hverjum skóla eru á heimsíðum þeirra.

Nú þegar skóla- og frístundastarfið hefst að nýju fjölgar yngstu borgarbúunum í umferðinni og eru ökumenn minntir á að gæta varúðar á skólaleiðum og nærri skólum.