Mánudaginn 23. ágúst verða grunnskólar borgarinnar settir.
Reykvískum grunnskólanemendum hefur fjölgað ár frá ári og setjast nú um 15.500 börn og unglingar á skólabekk eftir sumarleyfi. Nýir grunnskólanemendur, þeir sem setjast í 1. bekk, eru um 1.500. Nánari tímasetningar um skólasetningu og mætingu einstakra árganga í hverjum skóla eru á heimsíðum þeirra.
Nú þegar skóla- og frístundastarfið hefst að nýju fjölgar yngstu borgarbúunum í umferðinni og eru ökumenn minntir á að gæta varúðar á skólaleiðum og nærri skólum.