Skólaslit í grunnskólum borgarinnar

Skóli og frístund

""

Flestir grunnskólanemar borgarinnar halda í dag út í sumarið eftir óvenjulegan vetur í skugga heimsfaraldurs.

Skólaslit eru í skólunum þessa dagana og eru um 1.500 nemendur að útskrifast úr 10. bekk og þar með að kveðja skólana sína. Síðustu daga skólaársins hefur að venju margt skemmtilegt verið að gerast, s.s. vorhátíðir, leiksýningar í unglingaskólunum, vettvangsferðir út í sumarið og útskriftarathafnir. Í hagaskóla settu nemendur t.d. upp Litlu hryllingsbúðina og í Réttarholtsskóla frumsýndu stúlkur í leiklistarvali verkið Endurfundi sem reyndi bæði á leiklistar- og sönghæfileika. Öllum grunnskólanemendum er óskað gleðilegra sumardaga. 

Í haust byrja um 1.500 börn í 1. bekk grunnskólanna eða svipaður fjöldi og undanfarin ár. Skólarnir verða settir aftur 23. ágúst.