Sjálfstæð búseta eldri borgara

Stjórnsýsla Skipulagsmál

""

Opinn fundur borgarstjórnar og öldungaráðs verður haldinn þriðjudaginn 28. september og er yfirskrift fundarins Hvar viljum við búa?

Ávarp flytur auk borgarstjóra Berglind Eyjólfsdóttir, formaður öldungaráðs en á fundinum verður fjallað um sjálfstæða búsetu eldra fólks þar sem litið er á þá valkosti sem eru í boði. Erindi verða flutt um búsetu og lífsgæði eldri borgara m.a.  í blandaðri byggð, sambýli og í þorpum eða sjálfbærum vistfélögum. Einnig verður fjallað um hvernig hönnun hefur áhrif og fjarlægð í þjónustu og frístundastarf.

Pallborðsumræður verða í lok fundar þar sem auk þeirra sem eru með erindi situr Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála velferðarsvið Reykjavíkur og áheyrnarfulltrúi sviðsins í öldungaráði   

Dagskrá í Tjarnarsal

Kl. 14.00 - Ávarp borgarstjóra Dagur B. Eggertsson

Kl. 14.10 - Formaður öldungaráðs Berglind Eyjólfsdóttir

Kl. 14.20 - Marglaga öldrun - Lífsgæði eldri borgara í blandaðri byggð

Elma Klara Þórðardóttir arkitekt

Kl. 14.35 - Gaman saman?

Árni Guðmundsson aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræðum, Háskóla Íslands

Kl. 14.50 - Baba Yaga systrahús

Margrét Ágústsdóttir fulltrúi Félags eldri femínista

Kl. 15.05 - Nýjar þarfir, nýjar hugmyndir, ný búsetuúrræði

Runólfur Ágústsson verkefna- og þróunarstjóri, Þorpið vistfélag

Kl. 15.15 Efri árin í sambýli

Margrét S. Pálsdóttir

Kl. 15.25 - Umræður og spurningar úr sal

Kl. 15.55 - Samantekt og fundarlok

Berglind Eyjólfsdóttir formaður öldungaráðs

Fundarstjóri er Alexandra Briem. Á fundinum eru boðnar léttar veitingar og öll eru velkomin.

Beint streymi frá fundinum.