Seljaskóli og Hagaskóli áfram í úrslitakeppni Skrekks

Skóli og frístund

""

Annað undanúrslitakvöld Skrekks 2021 fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og kepptu átta skólar til úrslita. 

 

Skólarnir sem áttu nemendur á stóra sviði Borgarleikhússins voru Sæmundarskóli, Breiðholtsskóli, Vogaskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Dalskóli, Seljaskóli og Foldaskóli. Alls tóku 220 ungmenni úr Reykjavík tóku þátt í uppfærslu á frumsömdum sviðsverkum í gærkvöldi og sýndu margvíslega hæfileika á sviðinu, s.s. leik, söng, dans, búningasköpun, förðun og ljósatækni. Skólarnir sem komust áfram í úrslit voru Seljaskóli með atriðið Svefnleysi og Hagskóli með Fokk þöggun. Til hamingju öll með frábæra frammistöðu!