Samúðarkveðja til íbúa í Atlanta vegna voðaverka

Stjórnsýsla Mannréttindi

""

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur sent samúðarkveðju til borgarstjórans í Atlanta vegna voðaverkanna sem voru framin þar 16. mars sl. þegar árásarmaður myrti átta Bandaríkjamenn í þremur árásum á nuddstofur. Sex hinna myrtu voru af asískum uppruna.  

Samúðarkveðjan er svohljóðandi. 

Kæri borgarstjóri Keisha Lance Bottoms,

Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur sendi ég innilegar samúðarkveðjur vegna þeirra voðaverka sem áttu sér stað í Atlanta þann 16. mars.

Við samhryggjumst fórnarlömbum morðingjans, fjölskyldum þeirra og öllum íbúum Atlanta sem eiga nú um sárt að binda. Við munum aldrei skilja ástæðuna að baki slíkum hatursglæp.  Borgir heimsins verða að standa þétt saman í baráttunni við að uppræta kynþáttahatur í samfélagi okkar.

 

Á ensku / In English

Dear Mayor Lance Bottoms,

On behalf of the people of Reykjavik, I want to extend my warmest condolences in the wake of these senseless acts of violence that took place in Atlanta on 16 March.

Our hearts go out to the victims of this hateful crime, their families, to the people of Atlanta and all those affected. We truly fail to understand the motives behind such atrocities. Cities of the world must stand united against any act of racism within our communities.