Samstarfsgátt um starfsþróun í skóla- og frístundastarfi 

Skóli og frístund

""

Samstarfssamningur um Menntamiðjuna og samnefndan vef var endurnýjaður á dögunum af fulltrúum Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Listaháskóla Íslands, Menntamálastofnunar, sambands íslenskra sveitafélaga og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

 

 

 

 

Með samningi um endurbætta Menntamiðju eru aðilar menntakerfisins að treysta enn frekar samráðsvettvang um skóla- og frístundastarf og starfsþróun fagstétta, s.s. kennara og tómstundafræðinga. Samningurinn er til þriggja ára og kveður á um aðkomu að rekstri Menntamiðjunnar. 

Á nýju vefsvæði verður miðlað óformlegri starfsþróun sem sprettur upp úr grasrót faghópa í menntakerfinu og formlegri starfsþróun, s.s. lengra og skemmra nám og námskeið. Með óformlegri starfsþróun er átt við torg utan um ýmis viðfangsefni, menntabúðir, hópa á samfélagsmiðlum og fjölmenn og fámenn teymi kennara og fagfólks sem blómstra um land allt. Jafnframt er að finna á vefnum greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörp sem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir styrktarsjóði.  

Námskeið undir hatti Menntafléttunnar – námssamfélaga í skóla- og frístundastarfi verða kynnt á vef Menntamiðju.

Kynntu þér möguleika þína á starfsþróun á menntamiðja.is