Reykjavíkurborg hefur virkjað sérsniðna reikningagátt, þar sem einstaklingar og smærri birgjar sem ekki eru með sölukerfi sem sendir rafræna reikninga, geta skráð og sent rafræna reikninga á einfaldan hátt til Reykjavíkurborgar.
Reikningar eru sendir samkvæmt nýjum Evrópustaðli EN16931 fyrir rafræna reikninga og samkvæmt tækniforskrift TS-236. Reikningagátt þessi og innleiðing á nýjum staðli fyrir rafræna reikninga er afrakstur þátttöku borgarinnar í samstarfsverkefninu ICELAND-INV18, sem styrkt var af Evrópusambandinu.
Alla reikninga til Reykjavíkurborgar á að senda rafrænt. Ef sölukerfi sem birgir notar eru ekki tengd við skeytamiðlara skal skrá reikning handvirkt í gegnum reikningagáttina. Hlekkur inn á reikningagáttina er aðgengilegur á ytri vef borgarinnar eða hér: Senda reikning á Reykjavíkurborg
- Ef Aðalsjóður er valinn þarf að velja viðeigandi kostnaðarstað/ starfsstað úr fellilista
- Ef Eignasjóður er valinn þarf að setja inn gilt númer verkbeiðnar.
Unimaze fór með stjórn verkefnisins á Íslandi en nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér