Strætó bs. rekur í dag 14 rafmagnsstrætisvagna sem hafa reynst vel, verið ódýrir í rekstri og krafist lítils viðhalds og nú er stefnt að því að fjölga rafmagnsvögnum á næstu misserum.
Rafmagnsstrætisvögnum fylgir margvíslegur ávinningur, rekstrarlegur og umhverfislegur en staðsetning hleðslustöðva hefur hingað til verið hindrun. Veitur ætla nú að laga staðsetningu hleðslustöða að leiðarkerfi Strætó svo hægt sé að hlaða vagna á biðstöðvum, meðan vagnarnir eru í notkun.
Strætó er með hleðsluaðstöð við Hestháls og í Spönginni í Grafarvogi. En í framtíðinni verður hleðslustöðvum fjölgað í Mjódd þar sem aðstæður eru eins og best verður kosið bæði með tilliti til leiðarkerfis og dreifikerfis rafmagns.
Losun vegna vagna Strætó er árlega 4.460 tonn CO2 ígilda og gera má ráð fyrir að losun verktaka sem keyra fyrir Strætó sé svipuð. Með rafvæðingu strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að minnka losun um 9.000 tonn CO2 ígilda á ári á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöðu í nýútkominni skýrslu hjá Veitum sýnir að ekki þarf að styrkja dreifikerfi rafveitu Veitna vegna uppbyggingar hleðslukerfis Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Rafvæðing Strætó bs. er vilji bæði Strætó og Veitna sem bæði eru í eigu almennings og fyrirtækin vilja leggja sitt af mörkum til að lágmarka samfélagslegan kostnað við orkuskipti í samgöngum á Íslandi.