Aðföng hefur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað frá neytendum tvær tegundir af pasta; La Pasta di Alessandra Tortellini con ripieno di carne og La Pasta di Alessandra Tortellini con ripieno di formaggio.
Ástæða innköllunar er að mygla hefur fundist í framleiðslulotu en mygla gerir matvælin óhæf til neyslu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Framleiðsluland: Ítalía
- Vörumerki: La Pasta di Alessandra
- Vöruheiti: Tortellini con ripieno di carne
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 16-10-2021
- Strikamerki: 8001195333005
- Nettómagn: 1000 g
- Geymsluskilyrði: Á ekki við
- Framleiðandi: Nuovo Pastificio Italiano S.r.l.
- Vörumerki: La Pasta di Alessandra
- Vöruheiti: Tortellini con ripieno di formaggio
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 16-10-2021
- Strikamerki: 8001195333029
- Nettómagn: 1000 g
- Geymsluskilyrði: Á ekki við
- Framleiðandi: Nuovo Pastificio Italiano S.r.l.
- Framleiðsluland: Ítalía
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
Sala og dreifing vörunnar er í verslunum Bónus um land allt.
Viðskiptavinum sem keypt hafa vörurnar er ráðlagt að neyta þeirra ekki og farga en einnig er hægt að skila þeim í verslunina þar sem þær voru keyptar gegn fullri endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[hja]adfong.is.