Óvenjuleg hljómsveit stofnuð í samfélagslegum tilgangi

Menning og listir

""

Helgina 6. - 7. febrúar verður stofnuð ný hljómsveit í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitin er ólík nokkurri annarri hljómsveit sem hingað til hefur staðið á sviði Eldborgar.

Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni starfsendurhæfingarstöðva, Hugarafls, Listaháskóla Íslands, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hörpu og Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur en verkefnið er runnið undan rifjum MetamorPhonics, samfélagsmiðuðu fyrirtæki sem Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona stýrir í London. 

 Helgina 6.-7. febrúar verður stofnuð ný hljómsveit í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitin er ólík nokkurri annarri hljómsveit sem hingað til hefur staðið á sviði Eldborgar, en meðlimir koma víðsvegar að úr íslensku samfélagi, eða frá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, Starfsendurhæfingu Vesturlands, Samvinnu á Suðurnesjum, Hugarafli, Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Aðrir samstarfsaðilar verkefnisins eru Tónlistarborgin Reykjavík og Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús. 

Samsetning hljómsveitarinnar er ekki það eina sem gerir hana óhefðbundna, heldur mun þessi 35 manna hljómsveit, í sameiningu, semja alla sína tónlist og flytja á lokatónleikum verkefnisins þann 21. maí 2021 í Norðurljósasal Hörpu.  

Hugmyndafræði MetamorPhonics sem leiðir verkefnið byggir á því, að til þess að fólki vegni vel í lífinu, þurfi það að upplifa sig sem gjaldgenga, virka meðlimi samfélagsins og að á það sé hlustað.  Því skapar MetamorPhonics einstakan, opinn og aðgengilegan vettvang til tónsköpunar, fyrir tónlistarnemendur á háskólastigi og fólk sem stendur á krossgötum í lífinu sem er að byggja sig upp eftir margskonar áföll, t.d. heimilisleysi, atvinnuleysi eða kulnun.  MetamorPhonics rekur hljómsveitir í London, Leicester, Los Angeles og nú á Íslandi.

Stutt heimildarmynd um hljómsveitina The Messengers í London

Tónlistarmaðurinn Brian Eno hefur fylgst með verkefninu í Bretlandi:

„Fabulous idea!  Experiments like this – sociomusical experiments – are the future of both music and society.  What we really need now is to reverse the process of atomisation – the separation of people from each other – that has been pushing us further and further apart for the last 40 years.  The conception of society as a random grouping of self-interested individuals has got us into the mess we're in now.  We need ways of coming together again.  This approach to collaborative art is the way to do that."                                                                                                                            

-Brian Eno, 21. febrúar 2019