Óskað eftir samstarfsaðilum til að sjá um skapandi verkefni í félagsstarfi

Velferð Menning og listir

""

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir samstarfsaðilum til að sjá um fjölbreytt og skapandi verkefni í félagsstarfi eldri borgara í sumar, í um það bil tíu vikur. Óskað er eftir tilboðum í námskeið og hópastarf sem gleður og endurnærir. Það gæti verið hreyfiþjálfun, dans, ferðir með leiðsögn, rafíþróttir, fluguhnýtingarnámskeið, sagnfræði, hugleiðslu, jóga eða orku- og jafnvægisæfingar.

Einnig kæmi kennsla um næringu og hollt matarræði, fjölþjóðlega matargerð og eldun grænmetisrétta til greina. Námskeiðin verða haldin á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs.

Velferðarsvið hefur fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til átaksins. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19 og virkja fullorðið fólk og eldri borgara sem orðið hafa fyrir hvað mestum áhrifum af faraldrinum. 

Umsóknarfrestur er til 23. maí. Nánari upplýsingar veitir Gísli Felix Ragnarsson (gisli.felix.ragnarsson@reykjavik.is).