Nýtt skólahverfi í Skerjafirði

Skóli og frístund

""

Borgarráð hefur samþykkt að setja á laggir nýtt skólahverfi í Skerjafirði fyrir nemendur í 1.-7. bekk grunnskóla.

Nýja skólahverfið mun ná yfir stóra, litla Skerjafjörð suður og nýja íbúabyggð í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir 1.400 nýjum íbúðum í nýja hverfinu og byggingu 700 íbúða í fyrsta áfanga.

Gert er ráð fyrir að nemendur sem búa í litla Skerjafirði norður sæki Melaskóla, en eigi val um að fara í nýja skólann í Skerjafirði. Unglingar í nýju hverfi munu sækja Hagaskóla.  

Verið að vinna forsögn um byggingu nýs samþætts leik- og grunnskóla í Skerjafirði, skóla sem rúmi allt að 700 leikskóla- og grunnskólabörn.