Nú fer hver að verða síðastur að kjósa á Hverfidmitt.is

Mannréttindi Mannlíf

""

Kosningu á www.hverfidmitt.is lýkur á hádegi fimmtudaginn 14. október, kl. 12:00, og nú fer hver að verða síðastur að kjósa hugmyndir sem hann vill sjá verða að veruleika í hverfinu sínu.

Allir Reykvíkingar sem verða 15 ára á árinu og eldri geta kosið í Hverfinu mínu og hefur verkefnisstjórinn, Eiríkur Búi Halldórsson, mikla trú á aukinni þátttöku ungu kynslóðarinnar nú í ár. „Flest erum við komin með rafræn skilríki í símana okkar og með notkunina á hreinu líka unga kynslóðin. Það ættu því allir að geta kosið og ferlið tekur aðeins nokkrar mínútur“ segir Eiríkur Búi.

Samkvæmt nýjustu tölum hafa Íbúar á Kjalarnesi hafa nú þegar slegið sitt fyrra met í kosningaþátttöku á www.Hverfidmitt.is þegar tveir dagar eru enn til stefnu. (Sjá mynd) Síðast tóku 9,5% íbúa þátt en núna hafa yfir 20% íbúa í hverfinu tekið þátt.

Eiríkur Búi, hvetur Reykvíkinga eindregið til að taka sér örfáar mínútur í að kjósa – síðan er hægt að stjörnumerkja hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi, þ.e. tvö atkvæði í stað eins. „Þú þarft ekki að nota alla fjárhæðina í hverfinu, það nægir að velja eina hugmynd. Margar stórar hugmyndir eru í kosningu í ár og því sniðugt að kjósa einungis það sem þú raunverulega vilt sjá verða að veruleika í þínu hverfi“ segir Eiríkur Búi. „Framkvæmd verkefna fer síðan fram næsta sumar og hlakkar okkur til að sjá hvaða verkefni íbúar Reykjavíkur velja til framkvæmda.“