Náum áttum, samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, heldur Zoom fund um netdreifingu og sölu undirheima á nekt barna og ungmenna miðvikudaginn 12. maí nk. frá kl 8:30-10:00.
Á fundinum verður m.a. rætt um umfang þessara glæpa og hvað er til ráða.
Dagskrá er sem hér segir;
- Klám og sexting, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og háskólakennari við íþróttafræðideild HR ræðir um umfang kynferðislegra myndsendinga meðal barna.
- Stafræn kynferðisbrot, Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ræðir um birtingamyndir hjá lögreglu.
- Foreldra skilja ekki neitt, Hildur Halldórsdóttir, Verkefnastýra hjá Heimili og skóla, flytur erindi um hvernig foreldrar geta rætt við börn um kynferðislegt efni á netinu.
- Kynningu á nýju landsátaki, Hlustum, Sigríður Björg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK segir frá.
Tengill á fundinn verður sendur til þeirra sem skrá sig tímanlega á naumattum.is. Þeir sem ekki hafa notað Zoom áður geta kynnt sér kerfið á zoom.us.
Öll velkomin að taka þátt í fundinum.