Myndband um íslenska skólakerfið á tíu tungumálum er komið út en þar er m.a. kynnt uppbygging á reykvísku skóla- og frístundastarfi. Verkefnið er samstarfsverkefni milli skóla- og frístundasviðs og SAMFOK. Myndböndin eru á tíu tungumálum og geta nýst vel í samfélagsfræðslu og á foreldrafundum.
Myndböndin lýsa í stuttu máli og myndum íslenska grunnskólakerfinu og eru sérstaklega gagnleg fyrir foreldra sem eru eiga börn sem eru að hefja skólagöngu á Íslandi. Myndböndin eru á íslensku, ensku, filipseysku, pólsku, arabísku, spænsku, litáíska, víetnömsku og kúrdísku. Til stendur að talsetja myndbandið á enn fleiri tungumálum. Hægt er að sækja myndböndin á menntastefnuvefinn en einnig hér.