Monster drykkir innkallaðir

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Coca-Cola European Partners á Íslandi (CCEP á Íslandi), að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum tvær tegundir af drykkjum; Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso vegna heilsuspillandi aukefna.

Ástæða innköllunar:

Drykkirnir innihalda aukefni (E 1520 eða própýlenglýkól) yfir hámarksgildi samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins um aukefni í matvælum.

Hver er hættan?

Neysla á matvælum sem innihalda E 1520 yfir hámarksgildi til langs tíma getur verið heilsuspillandi.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:   Monster

Vöruheiti:   Lewis Hamilton LH44 Energy Drink 

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: Allar dagsetningar

Strikamerki:   5060337508988

Lotunúmer: Öll lotunúmer

Nettómagn: 500 ml

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Monster Ltd.

Framleiðsluland: Holland

Vörumerki: Monster

Vöruheiti: Vanilla Espresso - Espresso vanilla flavoured coffee drink     

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: Allar dagsetningar

Strikamerki:   5060639122332

Lotunúmer: Öll lotunúmer

Nettómagn: 250 ml

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Monster Ltd.

Framleiðsluland: Holland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

CCEP á Íslandi, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík.

Dreifing:

Monster Lewis Hamilton LH44: Aðföng (Hagkaup), Fjarðarkaup, Heimkaup, Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Melabúðin, Miðstöðin, N1, Nettó, Tíu-ellefu, Kassinn.

Monster Vanilla Esspresso: Aðföng (Hagkaup), Fjarðarkaup, Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Nettó, Póló, Tíu-ellefu, Vegamót Bíldudal, Video-markaðurinn.

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinum sem keypt hafa ofangreindar vörur er bent á að skila þeim til CCEP á Íslandi að Stuðlahálsi 1 í Reykjavík gegn endurgreiðslu eða skiptum á samskonar vöru. 

Aðrar tegundir Monster drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar um innköllunina má fá í gegnum tölvupóst á info[hja]ccep.is.