Haustfrí eru í grunnskólum Reykjavíkur dagana 22. október til 26. október.
Fjölskyldur eru er hvattar til að njóta samveru í haustfríinu og því bjóða ýmsar stofnanir borgarinnar upp á ókeypis frístund og menningu fyrir börn og foreldra.
Meðal þess sem í boði eru ókeypis listasýningar, ratleikir, fjölskylduþrautir og ýmsir viðburðir fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar.
Inni á þessum vef má finna ýmis konar afþreyingu sem í boði er og hægt er að njóta heima og að heiman.
Njótum þess að vera saman í haustfríi!