Gengið hefur verið frá ráðningu nýs leikskólastjóra á Klömbrum. Magnea G. Hafberg Sverrisdóttur tekur þar við stjórnartaumum.
Magnea útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands 1977 og lauk framhaldsnámi í stjórnun 1994. Hún hefur víðtæka reynslu af störfum í leikskólum þar sem hún hefur starfað um áratugaskeið sem leikskólakennari, deildarstjóri, verkefnastjóri og leikskólastjóri. Frá miðju ári 2019 hefur Magnea verið starfandi leikskólastjóri á Klömbrum í afleysingum.