Þann 21. ágúst næstkomandi verður Menningarnótt loksins haldin hátíðleg í Reykjavík.
Fögnum saman!
Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er markmiðið að beina kastljósinu að þeirri kraftmiklu menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða með fjölbreyttu framboði viðburða.
Komdu í pottinn!
Óskað er eftir skemmtilegum hugmyndum frá íbúum, listafólki og öllum öðrum sem hafa áhuga á að lífga upp á borgina á Menningarnótt.
Ertu með hugmynd? Styrkir úr Menningarnæturpottinum eru á bilinu 100.000 – 500.000 krónur. Lífgum upp á miðborgina í nafni menningarnætur, þessari þátttökuhátíð sem borgarbúar skapa og upplifa saman.
Umsóknarfrestur er til 18. júní. Sæktu um á menningarnott.is
Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans.
Menningarnótt fer fram með fyrirvara um breytingar vegna sóttvarna.