Líkleg mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs í dag og næstu daga

Umhverfi Heilbrigðiseftirlit

""

Síðastliðinn sólarhring hafa mælst hækkuð gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands um gasdreifingu hefur verið hæg breytileg átt og gæti því gasmengun dreifst víða um Reykjanesskaga. Einnig eru líkur á gassöfnun nærri gosstöðvunum. Það verður norðvestan 5-8 m/s eftir hádegi í dag og þá berst gasið til suðausturs frá eldstöðvunum.

Miðað við langtímaspá má búast við því að þessi skilyrði gætu komið aftur upp og er því almenningur hvattur til að fylgjast með loftgæðum á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og á vef Umhverfisstofnunar. Þar má sjá kort yfir staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík og þar er einnig hægt að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) og annarra efna.

Skoða spá Veðurstofu Íslands um gasdreifingu.

Rétt viðbrögð mikilvæg

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vísar til upplýsinga í töflu Umhverfisstofnunar sem sýnir rétt viðbrögð við SO2 mengun og áhrif á heilsufar. Í töflunni hér að neðan eru settar fram upplýsingar um viðbrögð við mismunandi styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2). Sýndur er hæsti styrkur efna á hverjum tíma.  Til að framsetning sé sem einföldust eru settir fram litir sem lýsa áhrifum loftmengunar við mismunandi styrk. Hver litur gefur til kynna möguleg heilsufarsáhrif hjá bæði heilbrigðum einstaklingum en einnig viðkvæmum hópum, svo sem börnum og fólki með undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma.

Litirnir í töflunni eiga við um litakóða inn á loftgæði.is en lýsingar og ráðleggingar í töflunni eiga eingöngu við um SO2, ekki önnur mengunarefni. Hún útlistar viðbrögð eftir styrk mengunar og eftir því hvort um heilbrigða einstaklinga sé að ræða eða einstaklinga sem eru viðkvæmir fyrir vegna sjúkdóma í lungum og/eða hjartasjúkdóma. Það skal tekið fram að börn flokkast sem viðkvæmir einstaklingar þó að þau hafi ekki undirliggjandi sjúkdóma.

 Skammtímaáhrif SO2. Lýsingar á áhrifum miðast 10-15 mín

Styrkur SO2 í 10─15 mín.

Lýsingar á loftgæðum og áhrifum á fólk

Ráðleggingar um viðbrögð

µg/m3

ppm

Öll börn. Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og viðkvæmir einstaklingar*

Heilbrigðir einstaklingar

 

 

Mjög góð

 

 

0─20

0─0,1

Yfirleitt engin áhrif á heilsufar.

Áhrif á heilsufar ólíkleg. Ung börn geta sofið úti vagni.

Áhrif á heilsufar ólíkleg.

 

 

Góð

 

 

20-350

0─0,1

Yfirleitt engin áhrif á heilsufar.

Geta fundið fyrir áhrifum. Ung börn ættu ekki að sofa úti í vagni.

Áhrif á heilsufar ólíkleg.

 

 

Sæmileg

 

 

350─600

0,1─0,2

Viðkvæmir einstaklingar:

Getur valdið óþægindum í öndunarfærum (hósta) hjá viðkvæmum einstaklingum.

Heilbrigðir einstaklingar:

Getur valdið ertingu í augum, nefi og koki

Farið með gát, fylgist með mælingum. Dragið úr áreynslu utandyra ef þið finnið fyrir einkennum. Ung börn eiga ekki að sofa úti í vagni. Eldri börn eiga ekki að reyna á sig utan dyra. Slökkvið á loftræstingu.

Áhrif á heilsufar ólíkleg. Slökkvið á loftræstingu.

 

 

 

Óholl fyrir viðkvæma

 

 

 600─2.600

 

0,2─1,0

Viðkvæmir einstaklingar:

Hósti.

Erting í augum, koki og nefi.

Heilbrigðir einstaklingar:

Getur valdið einkennum frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki

Forðist áreynslu utandyra og börn eiga ekki að vera úti við nema til að komast til og frá skóla. 

Slökkvið á loftræstingu.

Áhrif á heilsufar ólíkleg en gagnlegt að draga úr áreynslu utandyra. . Reynið að anda eingöngu gegnum nef. Slökkvið á loftræstingu.

 

 

Óholl

 

 

2.600─9.000

 

 

1,0─3,0

 

 

Viðkvæmir einstaklingar:

Hósti og höfuðverkur.

Erting í augum, nefi og koki.

Heilbrigðir einstaklingar:

Sömu einkenni en vægari og ef til vill engin.

Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu.

 

 

 

Forðist áreynslu utandyra. Þeir sem hafa tök á haldi sig innandyra.   Reynið að anda eingöngu gegnum nef. Lokið gluggum og slökkvið á loftræstingu.

 

 

2.600

 

1,0

 

Vinnuverndarmörk í 15 mín.

Öll vinna utandyra bönnuð nema með viðeigandi gasgrímu og gasmæli.

Öll vinna utandyra bönnuð nema með viðeigandi gasgrímu og gasmæli.

 

 

Mjög óholl

 

 

9.000─

14.000

3,0─5,0

Allir líklegir til að finna fyrir miðlungs- eða alvarlegum einkennum frá öndunar­færum.

Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda.

Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda.

 

 

Hættuástand

 

 

> 14.000

> 5,0

Alvarleg einkenni frá öndunarfærum eru mjög líkleg bæði fyrir heilbrigða og viðkvæma.

Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda.

Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda.

*Öll börn. Fullorðnir með astma (sögu um ýl og/eða surg fyrir brjósti, eða greindan astma), berkjubólgu, lungnaþembu og hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar leiðbeiningar gilda einnig um barnshafandi konur .

Litirnir í töflunni miða eingöngu við styrk SO2 í 10-15 mínútur. Áhrif loftmengunar á heilsu eru háð þeim tíma sem fólk dvelur í menguninni. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) og heilsuverndarmörk fyrir sólarhring eru 125 µg/m3. Samkvæmt töflunni er mælt með því að þegar styrkur SO2 fer yfir 2000 µg/m3 skuli allir einstaklingar forðast áreynslu utandyra.

Geta komið háir mengunartoppar

Þegar mengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli berst inn á höfuðborgarsvæðið geta komið háir mengunartoppar sem hafa oftast gengið fljótt yfir en mengun í lægri styrk getur varað í lengri tíma ef rétt veðurskilyrði eru til staðar.  Viðkvæmir einstaklingar, forsvarsmenn barna og atvinnurekendur eru því, eins og áður hefur verið nefnt, hvattir til að fylgjast með loftgæðamælingum næstu daga.