Kynlegar tölur 2021 beina nú sjónum sínum að skólum í Reykjavík, áhrifastöðum og Alþingi, en kosið verður til Alþingis í haust. Kynlegar tölur varpa ljósi á ólíka og jafnvel ójafna stöðu kynjanna sem og annarra hópa og gefa tilefni til þess að skoða hvað býr að baki þeirra.
Hvaða fjölskyldugerð skyldi vera algengust í Reykjavík? Hvert er hlutfall íbúa af erlendum uppruna? Hvernig er kynjaskipting í áhrifastöðum? Hvort fá konur eða karlar oftar fálkaorðuna, bókmennta- eða bjartsýnisverðlaun? Og hvaða kyn talar lengst á þingi? Svarið við þessu er að finna í kynlegum tölum eins og svo margar aðrar athygliverðar og kynlegar tölur.
Kynlegar tölur hafa verið gefnar út árlega frá 2011 af mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar ásamt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði. Í bæklingnum eru að finna tölulegar upplýsingar um kyn og margbreytileika í Reykjavík en á hverju ári eru ákveðnir þættir teknir fyrir.